Meðmæli/Umsagnir

Eftir mikla yfirlegu og greiningu á því sem í boði vara á markaðinum ákváðum við að kaupa af Egat infrarauðan saunaklefa. Vorum mjög ánægð með alla þjónustu sem við fengum og allt stóðs sem sagt var. Upplifun okkar af saunaklefanum var þannig að við ákváðum að kaupa annan klefa í bústaðinn. 

Agnar Már Jónsson

 

Ég keypti 4 – 6 manna innrauðan sánaklefa hjá Egat í september 2022.  Var búinn að skoða víða en eftir að hafa skoðað klefann hjá Egat leist mér langbest á hann og það fór ekki á milli mála að fyrirtækið býr yfir mikilli reynslu og þekkingu varðandi hvað þarf til til að svona klefar séu almennilegir.  Það var einfalt að setja klefann saman og hann hefur verið notaður mikið og allt verið tipp topp.  Hann er fljótur að hitna og það munar heilmikið um að hafa hitaplötur á gólfinu og við kálfa því hiti leitar jú upp og ef ekki værir fyrir þessi element væri fótasvæðið mun kaldara en ella.  Öll stjórnun er einföld og frábært að geta hlustað á poddköst / tónlist í gegnum bluetooth tengda hátalarana í klefanum og LED ljósin eru auðvitað mjög kósí.  Það er afskaplega notalegt að geta farið í svona klefa þegar maður vill og að geta látið þreytu og stress líða úr sér eftir oft langan vinnudag.  Ég er hæstánægður með þessi kaup og mæli sannarlega með Egat því fyrir utan reynsluna og þekkinguna er þjónustan alveg framúrskarandi og viðmót eiganda traustvekjandi og vinalegt (hef komið við a.m.k. í þrígang eftir kaupin á klefanum þar sem ég keypti baksæti, ilmolíur o.fl.) og það þykir mér ekki síður mikilvægt.  10/10
Bjarni Jóhann

Umsagnir : Samskipti við Egat við kaup á saunaklefanum okkar voru frábær. Höfum verið að nota klefan nánast daglega síðan við fengum hann og hefur hann reynst okkur einstaklega vel ! Mæli 100% með Egat! -Vilhjálmur Roe

Davíð Brynjar Sigurjónsson recommends Egat.is.Erum mjög ánægð með sauna klefann. Hann verður mikið notaður

Ég mæli eindregið með infrarauðu saununni frá Egat. Ég hef í mörg ár verið slæm af vöðvabólgu og gigt, en hef algjörlega verið laus við verki síðan ég keypti saununa í haust. Eftir að hafa kynnt mér úrvalið kom aldrei til greina að kaupa saununa annars staðar en í Egat, þar sem hún er mjög öflug, fljót að hitna og hægt að hita hana alveg upp í 75˚c. Það er líka ekkert mál að setja hana saman og taka í sundur ef maður vill færa hana milli herbergja.
Ragnheiður

Ég keypti 4 -7 manna infrared klefann hjá Egat.is. Mæli heilshugar með þessum klefum. Mjög auðveldir í uppsetningu með góðum leiðbeiningum. Allt stóðst uppá 100. Þessir klefar henta mér vel. Mjög mikill kostur hvað þeir eru fljótir að hitna upp og auðveldir í notkun. Auðvelt að tengja símann við bluetooth. Virkar allt, ekkert vesen. Ég nota hann aðallega á kvöldin og ég sef mun betur eftir að ég fór að setja þetta inní rútínuna hjá mér.
Algjör snilld. Mæli međ heilshugar

kv. Borgþór Rafn Þórhallsson

Viktoría Sigurðardóttir recommends Egat.is.
Keyptum infrared klefa hjá Egat fyrir stuttu. Öll samskipti við Egat til fyrirmyndar, klefinn var auðveldur í uppsetningu og er æðislegur í notkun

Nú er komið ár síðan ég keypti Infraredgufu hjá Egat og þvílík lífsgæði. Gufan er mikið notuð af öllum á heimilinu, er fljót að hitna upp í 75 gráður og gæðin eru mikil. Ekkert betra en eftir kaldar hlaupa æfingar að skella sér í góða gufu. Svo ekki sé talað um hve góða infrared gufan er fyrir líkamann. Mikil hreinsun, slökun og þar sem ég keypti 4 manna klefa félagsskapur. Ég nota gufuna mikið í slökun og hlusta á meðan á skemmtilegt podcast, helst heilsutengt. Þá verður Ultraform oftast fyrir valinu. Komin með heitan pott, gufuna góðu næst er það kaldur pottur. Heilsan er allt. Soffía Ámundadóttir

Hæ hæ. Þjónustan var í alla staði til fyrirmyndar. Það er frábært að fara í klefann hvort sem er að kvöldi eða morgni þetta er góð afslöppun við notum hann mikið. Robert og Einar.

Ég verslaði IR sauna klefa hjá Egat.is og hef verið hæstánægður með klefann. Hefur ekki verið neitt vandamál með hann og er hann mikið notaður á heimilinu. Þjónustan var einnig frábær, seinkun varð á afhendingu, og var stöðugt uppfært af fyrra bragði, og ég þurfti aldrei að velta fyrir mér stöðunni. Frábær þjónusta og frábær svörun. Ég mæli með! Sigþór Ísafirði.

Við hjónin förum í klefann svo til á hverju kvöldi og erum að njóta þess. Okkur líður betur í skrokknum og sofum mun betur. Mælum með góðri þjónustu við Egat og frábærum klefa.
Einar E. Jóhannesson.

Við keyptum hornklefann (4-6 manna). Klefinn er alveg meiriháttar. Við notum hann oft í hverri viku. Ég fékk einingarnar sendar heim í Sandgerði. Uppsetning er einföld þar sem einingunum (sem eru stórar) er smellt saman. Einn aðili með smá stuðningi annað slagið getur sett húsið saman. Erum mjög ánægð með klefann og þjónustuna. Bragi og Sigga